Unnu verðlaun á Grettismóti

Tvær stúlkur úr keppnisliði Fenris á Akureyri unnu til verðlauna á Gettismóti Mjölnis sl. helgi þar sem keppt var í brasilísku Jiu Jitsu. Ingibjörg Hulda Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki og Harpa Halldórsdóttir varð þriðja í sama flokki. Ingibjörg Hulda keppti einnig um bronsið í opnum flokki kvenna en þurfti að lúta í lægra haldi gegn andstæðingnum.

 

 

 

Nýjast