Unnið að því að koma upplýsingamiðstöð upp í Hofi

mth@vikubladid.is

„Við vinnum að því að koma upp upplýsingamiðstöð í Hofi í samstarfi við Hafnarsamlag Norðurlands, Menningarfélag Akureyrar og verslunina Kistu,“ segir Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ. Þórgnýr

Miklar umræður hafa verið í bænum um skort á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og mikinn fjölda fyrirspurna þeirra í Menningarhúsinu Hofi. Starfsfólk þar hefur vart undan að svara fyrirspurnum frá ferðalöngum um hin ýmsu mál.

Þórgnýr segir undirbúning verkefnisins lofa góðu en ein áskorunin sem menn standa frammi fyrir er að  finna starfsfólk til að sinna þjónustunni „en sem kunnugt er þá er mikil eftirspurn eftir fólki til starfa í ferðaþjónustunni sem er að taka geysilegan kipp,“ segir hann.

Atvinnu- og menningarteymi Akureyrarbæjar heldur áfram þeirri upplýsingaþjónustu sem bærinn veitir í gegnum vefinn visitakureyri.is eða halloakureyri.is eins og hann kallast á íslensku. Jafnframt er fyrirspurnum sem berast í gegnum vefinn svarað. Sá upplýsingabrunnur er orðinn mjög umfangsmikill og geysi gagnlegur bæði fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuna að sögn Þórgnýs. „ Full ástæða er til að benda fólki á kynna sér vefinn og benda jafn innlendum sem erlendum gestum á að nýta sér hann.“

 


Athugasemdir

Nýjast