15. maí, 2009 - 09:57
Fréttir
Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrar í vikunni var haldið áfram fyrri umræðum og rætt um stofnun
undirbúningshóps sem falið verður að gera tillögur að stofnun ungmennaráðs, skilgreina hlutverk þess og samsetningu.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti að fela forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála að auglýsa eftir
áhugasömum ungmennum, 4 stúlkum og 4 drengjum, til að starfa í undirbúningshópnum. María H. Marinósdóttir verður fulltrúi
ráðsins í hópnum.