Unnið að heimildarmynd um Johnny King
Jón Víkingsson frá Vallholti á Húsavík, síðar Staðarbrekku í sama bæ og enn síðar víðar, hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni og raunar lífinu og er landsþekktur undir kántríheitinu Johnny King, sem er harla skemmtilegur útúrsnúningur á nafninu Jón Víkings.
Jón, var að venju á Húsavík á Mærudögum og lék og söng í Sölku og víðar. Og að þessu sinn fylgdi honum myndatökumaður við hvert fótmál. Og ástæðan sú, að sögn Jóns, að Andri Freyr Viðarsson er að gera heimildarmynd um kappann, æfi hans og störf, mynd sem væntanlega verður sýnd í sjónvarpi þegar hún verður fullkláruð.
Þeir sem þekkja Nonna Víkings vita að hér er í uppsiglingu skrautleg mynd og skemmtileg, eins og viðfangsefnið sannarlega er. JS