Unglingavinnan byrjuð
06. júní, 2011 - 13:55
Unglingavinnan byrjaði í dag og fengu krakkarnir heldur kuldalegar móttökur hjá veðurguðunum svona fyrsta daginn. Það breytir þó ekki
því að þeim þótti flestum gott að komast í smá vinnu þó ekki sé það mikið. Yngra árið sem hér
sést við störf ásamt leiðbeinanda sínum við að tína rusl á Hjalteyrargötu fær að vinna 3 tíma á dag fjóra
daga í viku í sex vikur. "Það er betra en ekkert!" eins og einn unglingurinn orðaði það.
Nýjast
-
Eyjafjarðarsveit - Katta- og hundahald
- 06.05
Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” -
Akureyrarbær óskar eftir þátttakendum á Stórþing eldri borgara
- 06.05
Stórþing eldri borgara verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 30. maí. Markmið þingsins er að kanna viðhorf einstaklinga 60 ára og eldri til þjónustu Akureyrarbæjar og safna hugmyndum að áframhaldandi þróun þjónustunnar. -
Húsfriðunarsjóður Akureyrar Aðalstræti 54 og 54a fá viðurkenningu
- 06.05
Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. -
Bærinn getur ekki aðstoðað
- 06.05
Bæjarráð Akureyrar getur ekki orðið við erindi frá gönguhópnum Club 1010. Hópurinn skoraði á Akureyrarbæ að aðstoða Félag eldri borgara á Akureyri um kaup á húsnæði við Hólabraut þar sem áður var ÁTVR fyrir starfsemi félagsins. Húsnæðið er við Hólabraut. Starfsemi Vínbúðarinnar var flutt á Norðurtorg en til stendur að selja húsið við Hólabraut. -
Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Þingeyinga 179 milljónir króna
- 06.05
Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk. -
Langþráður skeljasandur skilar sér til hafnar.
- 06.05
Skollans langri bið eftir skeljasandi lokið. 1250 tonnum landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún. Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað. Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar. -
Heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum Starfsleyfi framlengt til 15. nóvember
- 06.05
Starfsleyfi Samherja fyrir heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum í Reykjadal verður framlengt um 6 mánuði og gildir til 15. nóvember næstkomandi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands hefur samþykkt framlengt starfsleyfi. -
Grófin fær styrk
- 06.05
Grófin Geðrækt á Akureyri hefur fengið styrk frá Rafiðnaðarsambandi Íslands upp á 500 þúsund krónur. -
Umgengni afleit og ásýnd verulegt lýti í umhverfinu
- 05.05
„Það er búið að ganga frá deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi vegna geymslusvæðis liggur sömuleiðis fyrir. Því ætti ekkert að vera því að vanbúnaði hefja framkvæmdir við geymslusvæði og flytja þá hluti sem hafa varðveislugildi inn á svæðið í framhaldi af því,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands um ástand mála hjá fyrirtækinu Skútabergi á Moldhaugnahálsi.