Unglingavinnan byrjuð

Unglingavinnan byrjaði í dag og fengu krakkarnir heldur kuldalegar móttökur hjá veðurguðunum svona fyrsta daginn. Það breytir þó ekki því að þeim þótti flestum gott að komast í smá vinnu þó ekki sé það mikið. Yngra árið sem hér sést við störf ásamt leiðbeinanda sínum við að tína rusl á Hjalteyrargötu fær að vinna 3 tíma á dag fjóra daga í viku í sex vikur. "Það er betra en ekkert!" eins og einn unglingurinn orðaði það. 

Nýjast