Unglingar mæti seinna í grunnskóla Akureyrar

Frá Brekkuskóla á Akureyri.
Frá Brekkuskóla á Akureyri.

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að leggja fram könnun með­al nemenda unglingastigs, foreldra og kennara um viðhorf til seinkunar á upphafi skóladags. Verður könnunin gerð á næstu vikum. Eins og Vikudagur greindi frá sl. vetur var vinnuhópur stofnaður til að skoða kosti og galla við seinkun á skóladegi á unglingastigi. Vinnuhópurinn eyddi drjúgum tíma í að skoða hvað aðrir skólar hafa gert í þessum málum, bæði hér á landi og erlendis. Ekki hefur verið rætt sérstaklega hvað seinka eigi skóladeginum mikið verði farið í breytingar. 

Nýjast