Ungir atvinnuleitendur virkjaðir til athafna í Virkinu
Virkið í Rósenborg möguleikamiðstöð á Akureyri, tók formlega til starfa í morgun. Virkið er samstarfsverkefni Rauða krossins, Akureyrarbæjar og Vinnumálstofnunar og markmið þess er að virkja atvinnuleitendur á aldrinum 17-25 ára til athafna og hvejta þá til þátttöku í samfélaginu. Alls eru ríflega 120 manns á þessum aldri á atvinnuleysisskrá á Akureyri en þú þegar eru um 100 þeirra virkir þátttakendur í Virkinu.
Atvinnulausum á þessum aldri er skylt að mæta í 10 klukkustundir á viku í Virkið, eða sem nemur 25% af heilli vinnuviku. Undirbúningur verkefnisins hófst í sumar en fyrstu þátttakendurnir mættu í Virkið þann 5. september sl. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á hvað það er auðvelt að snúa sólarhringnum við þegar það vantar þá rútínu sem vinnan gefur í líf einstaklings. Stofnun Virkisins er hugsuð sem ákveðin forvörn gegn þeirri þróun. Að lokinni formlegri opnun í morgun var gestum boðið að skoða aðstöðuna í Rósenborg, gæða sér á heilsdrykk frá heilsklúbbnum sem þar starfar og sjá hvað virkisverjar eru að fást við. Einnig var boðið upp á kaffiveitingar en Kexsmiðjan, Nýja kaffibrennslan og MS styðja við starfsemina.