Fjölskyldan horfði svo á útdráttinn í beinni útsendingu í sjónvarpinu og vissi því strax að þau höfðu unnið stóran Lottóvinning. Ferðin í Hagkaup til að kaupa Lottó á laugardaginn borgaði sig svo sannarlega og kemur vinningurinn sér afar vel, fjölskyldan ætlar að byrja á að borga skuldir og svo er draumur um að fara á ferð til að sjá formúlukeppni ofarlega á óskalistanum. Íslensk getspá óskar vinningshöfunum innilega til hamingju með vinninginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri Getspá.