20. mars, 2009 - 09:29
Fréttir
Rúmlega 700 manns 18 ára og eldri sóttu um sumarafleysingastörf hjá Akureyrarbæ í sumar en umsóknarfrestur rann út í vikunni.
Þetta er gríðarleg fjölgun umsókna því um sömu störf í fyrra sóttu tæplega 350 manns en það skal
þó tekið fram að þá sóttu óvenju fáir um, að sögn Höllu Margrétar Tryggvadóttur hjá
Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar.
Ýmis störf eru í boði hjá bænum, svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum,
leikskólum, skrifstofustörf o.fl. Ljóst er að ekki fá allir störf en á næstu dögum og vikum verður unnið úr umsóknunum.