Umhverfisstofnun hafnar áformum um stækkun hótels við Mývatn

Mývatn. Mynd: JS
Mývatn. Mynd: JS

Umhverfisstofnun leggst gegn hugmyndum Icelandair Hotels um stækkun Hótel Reykjahlíðar við Mývatn. Fyrirhugað er að hótelið stækkki úr 544 fermetrum í 3556 fermetra, aðeins 50 metra frá bakka Mývatns.

Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar til Skútustaðahrepps og greint er frá á RÚV. Skútustaðahreppur óskaði eftir umsögn hennar vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi á lóð Hótels Reykjahlíðar. Með breytingunni yrðu 43 herbergi á hótelinu í stað níu. Íbúar í Mývatnssveit hafa mótmælt þessum áformum harðlega í sumar.

Nýjast