Umferðarslys og veghefill með fólksbíl í eftirdragi

Fólksbíll valt skammt frá gatnamótum hringvegarins og Ólafsfjarðarvegar á fjórða tímanum í dag. Eldri maður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt utan vegar og hafnaði á hliðinni. Maðurinn, sem var einn á ferð, komst sjálfur út úr bílnum. Hann var fluttur til aðhlynningar á slysadeild FSA en að sögn lögreglu eru meiðsli hans talin minniháttar en bíllinn er mikið skemmdur.  

Þá varð árekstur á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu fyrr í dag, þar sem ökumaður fólksbíls ók út á Glerárgötu og í veg fyrir sendibíl. Ökumennirnir, sem voru einir í bílum sínum, sluppu án meiðsla en bílarnir skemmdust nokkuð. Snemma í morgun bakkaði svo veghefill á lítinn Subaru bíl á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar, með þeim afleiðingum að svokallaður ripper aftan á vegheflinum stakkst í gegnum vélarhlíf bílsins. Veghefilsstjórinn varð árekstursins ekki var og hélt áfram að moka snjó með bílinn fastann aftan í heflinum. Ökumaður annars bíls sem kom þarna að, lét veghefilsstjórann vita af því að hann væri bíl í eftirdragi. Ökumaður Subaru bílsins slapp með skrekkinn.  

Mikill hálka hefur verið á götum Akureyrar í gær og í dag og í gær urðu 10 umferðaróhöpp í bænum, frá morgni og fram á nótt.

Nýjast