Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu Norðurlandi um þarfagreiningu fyrir úrbætur sem snúa að umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla
Akureyrar, og unnin var að beiðni Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, kemur í ljós að umferðaröryggi er víða ábótavant við grunnskóla bæjarins.
Við greiningarvinnuna var farið í vettvangsskoðanir um skólalóðirnar og nánasta nágrenni auk þess sem tengiliðir frá hverjum skóla voru heimsóttir. Auk þess er greiningin unnin úr hraðamælingum frá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar og gögnum úr slysaskráningu Samgöngustofu. Stuðst var við slysaskráningu Samgöngustofu frá 1. Janúar 2007 til 31. Desember 2013, eða yfir sjö ára tímabil.
„Niðurstöður hraðamælinga í nágrenni skólanna eru sláandi og sýna að stærstur hluti ökumanna virðir ekki hraðatakmarkanir
um 30 km/klst,“ segir í skýrslunni. Ljóst sé að hraðatakmarkandi aðgerða er þörf, t.d. með hraðahindrunum, þrengingum, skiltum, hraðamælingarskiltum o.fl. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 25.febrúar