Umdeild biðskylda við Hamarstíg
Fulltrúar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar á Akureyri eru ósáttir við fyrirhugaða biðskyldu á gatnamótum Helgamagrastrætis og Hamarstígs. Nefndin óttast aukinn umferðarhraða um Hamarstíg verði biðskyldan að veruleika.
Akstur um Hamarstíg er töluverður og mikil umferð gangandi vegfarenda um Helgamagrastræti þvert á Hamarstíg. Öryggi þeirra yrði í hættu, segir Sigmundur Kr. Magnússon formaður nefndarinanr. Hann segir nefndina ósátta með vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu.
throstur@vikudagur.is