Umbuna starfsmönnum fyrir fulla mætingu

Leikskólinn Pálmholt.
Leikskólinn Pálmholt.

Tilraunaverkefni á meðal starfsfólks á Leikskólanum Pálmholti á Akureyri á nýliðnum vetri skilar verulegri fækkun fjarvista. Svokallað umbunarkerfi hefur verið við lýði til að kanna hvort hægt sé að minnka fjarveru starfsmanna en þeir sem mæta alla daga í mánuðinum fá tveggja klukkustunda frí fyrir fulla mætingu miðað við 100% stöðu. 

Leikskólinn fékk nýverið samþykki frá bæjarráði Akureyrar um að halda verkefninu áfram næstkomandi vetur. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 26. maí

Nýjast