Umboðsmaður skuldara opnar útibú sitt á Akureyri fyrir viðskiptavinum mánudaginn 6. febrúar nk. Útibúið er staðsett á Glerárgötu 26, 1.hæð. Útibúið á Akureyri er annað útibú embættisins, en í desember 2010 opnaði umboðsmaður skuldara útibú í Reykjanesbæ. Líkt og í Reykjanesbæ munu tveir ráðgjafar starfa á Akureyri, þær Harpa Halldórsdóttir viðskiptafræðingur og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir lögfræðingur. Útibúið verður opið verður alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Hægt er að panta viðtalstíma hjá ráðgjafa í síma 512-6600. Er það von umboðsmanns skuldara að embættið muni eiga gott samstarf við aðila á Akureyri við að aðstoða einstaklinga í greiðsluerfiðleikum.