Þetta er í fyrsta skipti hér á landi þar sem prófkjör fer fram rafrænt en öll kjördæmi Samfylkingarinnar velja með þessum hætti fyrir kosningarnar í vor. Norðausturkjördæmi reið á vaðið á miðnætti í fyrrinótt, í gærmorgun hófst kosning í Suðurkjördæmi og á hádegi í dag hefst svo kosning í Norðvesturkjördæmi.
Þeir sem ekki hafa netbanka geta haft samband við trúnaðarmenn en síðan verða kjörstaðir vegna prófkjörsins í Norðausturkjördæmi opnir á þessum stöðum á morgun laugardaginn 7. mars.
Siglufjörður: Þormóðsbúð, húsi Slysavarnarfélagsins, niðri opið 10-17
Ólafsfjörður: Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði, opið 12-16
Dalvík: Dalvíkurskóla opið 13-17
Akureyri: Lárusarhús, Eiðsvallagötu 18, opið 10-17
Húsavík: Borgarhólsskóla, Stofa 5 opið 10-17
Laugar: Litlulaugarskóla opið 11-17
Vopnafjörður: Skálanesgata 6, opið 10-17
Egilsstaðir: Hótel Hérað, opið 11-17
Seyðisfjörður: Hótel Aldan opið 13-17
Neskaupstaður: Egilsbraut 11, húsi Afls opið 13-17
Eskifjörður: Slysavarnarhúsinu opið 14-17
Skrifstofa Samfylkingarinnar Reykjavík Opið: 13 til 17