Um 500 manns kosið í net- prófkjöri Samfylkingarinnar

Um kl. 08 í morgun höfðu tæplega 500 manns kosið í netprófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Kosningin hófst í gær og fyrir utan örðugleika með einn netbanka í byrjun hefur kosningin gengið mjög vel. Að þessu sinni geta allir þeir sem höfðu lögheimili í kjördæminu þann 1. mars s.l. tjáð skoðun sína á því í hvaða sæti þeir 18 frambjóðendur prófkjörsins ættu að skipa. Kosið er til kl. 17.00 á morgun laugardag og er kosningin bindandi fyrir 8 sæti.  

Þetta er í fyrsta skipti hér á landi þar sem prófkjör fer fram rafrænt en öll kjördæmi Samfylkingarinnar velja með þessum hætti fyrir kosningarnar í vor. Norðausturkjördæmi reið á vaðið á miðnætti í fyrrinótt, í gærmorgun hófst kosning í Suðurkjördæmi og á hádegi í dag hefst svo kosning í Norðvesturkjördæmi.

Þeir sem ekki hafa netbanka geta haft samband við trúnaðarmenn en síðan verða kjörstaðir vegna prófkjörsins í Norðausturkjördæmi opnir á þessum stöðum á morgun laugardaginn 7. mars.

Siglufjörður: Þormóðsbúð, húsi Slysavarnarfélagsins, niðri opið 10-17

Ólafsfjörður: Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði, opið 12-16

Dalvík: Dalvíkurskóla opið 13-17

Akureyri: Lárusarhús, Eiðsvallagötu 18, opið 10-17

Húsavík: Borgarhólsskóla, Stofa 5 opið 10-17

Laugar: Litlulaugarskóla opið 11-17

Vopnafjörður: Skálanesgata 6, opið 10-17

Egilsstaðir: Hótel Hérað, opið 11-17

Seyðisfjörður: Hótel Aldan opið 13-17

Neskaupstaður: Egilsbraut 11, húsi Afls opið 13-17

Eskifjörður: Slysavarnarhúsinu opið 14-17

Skrifstofa Samfylkingarinnar Reykjavík Opið: 13 til 17

Nýjast