Þema fundarinns í Mývatnssveit var að hjálpast að við að reisa fallið Ísland frá jörðu. Koma undir landið styrkari stoðum og gera þar með kleift að hefja uppbyggingu á ný. Að lokum var myndaður hringur og hver fyrir sig íhugaði stöðuna í dag. Hugmyndin er ekki síst að þjappa fólki saman. "Við þurfum virkilega hvert á öðru að halda. Við munum ekki gefast upp á mótmælum né að láta í okkur heyra. Með mótmælunum á Austurvelli síðustu daga og stuðningsmótmælnuum á Akureyri, hefur vafalaust ákveðnum áfanga verið náð og þessar aðgerðir flýtt fyrir ákvörðun um væntanlegar kosningar í vor. Eftir stendur hinns vegar að bankastjórar Seðlabanka og forystumenn Fjármálaeftirlitsinns hafa engin áform um að víkja. Sigurinn er því ekki unnin. Þess vegna munum við halda áfram að koma saman hérna í Dimmuborgum og mótmæla þangað til þessir herramenn skilja kröfur fólksinns," segir í fréttatilkynningu.