Um 200 nýjar einbýlishúsalóðir í Ölduhverfi í Eyjafjarðarsveit

Samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi í Eyjafjarðarsveit, sem er í auglýsingu, er gert ráð fyrir nýrri íbúðarbyggð í landi Kropps. Hverfið nefnist Ölduhverfi og liggur norðan Reykárhverfis og sunnan Kristness. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 197 einbýlishúsalóðum á svæðinu, sem eru á bilinu 1200m2 - 4000m2.  

Jafnframt hefur verið auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025 vegna áðurnefndra hugmynda.  Breytingin fellst í að fellt er út svæði fyrir frístundabyggð, svæðið er minnkað allmikið að vestanverðu og íbúðarsvæðið stækkað allnokkuð. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 22. janúar nk. Í Eyjafjarðarsveit voru íbúar þann 1. desember sl. 1.040 og fjölgaði um 31 frá árinu 2007.

Nýjast