Eftir að Ragnar Sigurðsson formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri og Þráinn Karlsson leikari höfðu flutt mál sitt á Ráðhústorgi á Akureyri, tókust viðstaddir í hendur og mynduðu hring til að sýna samstöðu um frið og réttlæti.
Forsvarsmenn fundarins í Mývatnssveit eru afar ánægðir með mætinguna og hvernig til tókst. Fundurinn hófst á stuttu ávarpi, þá var gullkálfurinn grýttur og hrakinn á brott með táknrænum hætti. Að endingu mynduðu fundargestir hring og íhuguðu ástandið í þjóðfélaginu í dag og sína eigin líðan í 5 mín. Næsti fundur verður haldin að viku liðinni laugardaginn 24. janúar kl. 15 00 í Dimmuborgum.