Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela framkvæmdastjórn háskólans að gera tillögur að rekstraráætlun fyrir árið 2009 þar sem stefnt verði að því að mæta fyrirhuguðum niðurskurði án þess að segja upp starfsfólki. Fyrirsjáanlegt er að þessi niðurskurður mun leggjast þungt á starfsemi háskólans á næsta ári. Þrátt fyrir þennan niðurskurð verða þeir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði innritaðir í háskólann enda ganga þeir inn í námshópa sem þegar hefur verið gert ráð fyrir. Kappkostað verður að kennsla uppfylli ströngustu gæðakröfur hér eftir sem hingað til.