Um 150 prestar boðaðir til fundar á Akureyri
Prestafélag Íslands heldur prestafund á Akureyri næstkomandi miðvikudag í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Um 150 prestar landsins eru boðaðir til
fundarins, þar sem á að ræða málefni kirkjunnar. Á meðal þess sem rætt verður á fundinum, er skýrsla
rannsóknarnefndar kirkjuþings, um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um
kynferðisbrot.
Einnig má gera ráð fyrir að fækkunin í þjóðkirkjunni á undanförnum árum verði rædd á fundinum og fleira. Frá því í desember 2009 hafa um 6.740 manns sagt sig úr þjóðkirkjunni, þar af sögu ríflega 3.500 manns skilið við þjóðkirkjuna í ágúst og september í fyrra.