Í dag verður brautskráður 101 nemandi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, VMA. Útskriftarhópurinn er fjölbreyttur eins og oft áður, 71 nýstúdent, 15 sjúkraliðar, tveir húsasmiðir, 13 rafvirkjar, tveir vélstjórar og sjö iðnmeistarar verða útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Hofi. Óvenju fjölmennur hópur nýstúdenta verða útskrifaðir miðað við brautskráningu í desember.
Það skýrist að nokkru vegna þess að 14 stúdentar af 71 eru að útskrifast eftir 3½ ár. Í desember eru einnig stórar útskriftir sjúkraliðanema og rafvirkjanema. Þá eru nokkrir nemendur að útskrifast með tvö og jafnvel þrjú prófskírteini og aðrir að útskrifast með fleiri einingar en stúdentsprófið gerir ráð fyrir.