Efnt var til örþings í Kvos Menntaskólans á Akureyri í dag föstudag, í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með kyndla frá Menntaskólanum að Ráðhústorgi þar sem fram fer samstaða með brotaþolum ofbeldis. Um 100 manns tóku þátt. Í Kvosinni kynnti Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar, aðgerðaáætlun bæjarins gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, Aflið kynnti starfsemi sína og nemendur Menntaskólans stígu á stokk.
Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi; íslensk stjórnvöld hafa gert ítarlega aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisofbeldi og aðgerðaáætlun gegn mansali. Brýnt er að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á framkvæmd þessara áætlana því vitað er að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis.