UFA í öðru sæti á MÍ

UFA varð í öðru sæti í heildarstigakeppninni á MÍ 15-22 ára í frjálsum íþróttum sem haldið var á Þórsvelli sl. helgi. UFA hlaut 347 stig í öðru sæti en það var lið ÍR sem sigraði með 759 stig. Lið 18-19 ára stúlkna hjá UFA og 20-22 ára ungkarla urðu Íslandsmeistarar í stigakeppni einstakra aldursflokka.

UFA hlaut samtals 18 Íslandsmeistaratitla á mótinu auk fjölda silfur og bronsverðlauna. Af árangri einstaklinga ber helst að nefna þá Kolbein Höð Gunnarsson og Örn Dúa Kristjánsson frá UFA.

Kolbeinn vann alls fjóra Íslandsmeistaratitla en hann sigraði í 100, 200 og 400 m hlaupi og í 400 m grindahlaupi pilta. Þá vann Örn Dúi þrjá Íslandsmeistaratitla en hann sigraði í 110 og 400 m grindahlaupi og þrístökki pilta.

Nýjast