Íslensku strákarnir í U-17 ára landsliðinu í knattspyrnu tryggðu sér sæti í lokakeppni Evrópmótsins eftir sigur í milliriðli sem fram fór í Skotlandi á dögunum. Ísland og Danmörk enduðu efst í riðlinum með sjö stig, en Ísland fer áfram á betri markatölu. Tveir piltar frá KA eru í íslenska liðinu, markvörðurinn Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, og eru þeir að öllum líkindum á leið til Slóveníu í maí næstkomndi þar sem lokakeppnin fer fram.