Tyrfa lóðina í veðurblíðunni

Starfsmenn SS Byggis tyrfa lóðina í Undirhlíð.
Starfsmenn SS Byggis tyrfa lóðina í Undirhlíð.

Einmuna veðurblíða hefur verið á Norðurlandi að undanförnu, miðað við árstíma. Í dag fór hitastigið í einar átta gráður í plús og það viðrar því vel fyrir starfsmenn SS Byggis, sem eru þessa stundina að tyrfa lóðina við nýja fjölbýlishúsið, sem fyrirtækið hefur reist við Undirhlíð. Verður þessi árstími að teljast frekar óvenjulegur til lóðaframkvæmda, ekki síst hér norðan heiða.

Nýjast