Tvö töp hjá Þór um helgina

Þórsarar töpuðu báðum sínum leikjum um helgina í 1. deild karla í körfubolta. Þór sótti Ármann heim á föstudagskvöldið og tapaði naumlega en lokatölur urðu 86-84. Norðanmenn sóttu síðan Skallagrím heim í gær þar sem Borgnesingar höfðu betur, 95-72. Þór er því enn án stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni en Skallagrímur trónir á toppnum með sex stig. Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Breiðabliki á föstudaginn kemur.

Nýjast