30. mars, 2010 - 13:54
Fréttir
Aðeins tvö tilboð bárust í grasslátt á Akureyri en tilboðin voru opnuð í dag. Addi Tryggva ehf. átti lægra tilboðið en
það hljóðaði upp á 27 milljónir króna en Íslenska gámafélagið bauð rúmar 27,8 milljónir króna.
Verkið var boðið út til þriggja ára.
Um er að ræða grasslátt og hirðingu á um 25 hekturum, í Naustahverfi, Innbæ, Oddeyri og Neðri-Brekku ásamt stofnunum Fasteigna
Akureyrarbæjar.