Tvö tilboð bárust í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla. Tilboðin voru opnuð fyrir
helgina og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 12,2 milljónir króna. Lægra tilboðið
átti fyrirtækið Græna lauf ehf., um 12,7 milljónir króna, eða 104% af kostnaðaráætlun.
Hærra tilboðið í verkið átti Túnþökusala Kristins ehf., tæpar 14,9 milljónir króna, eða 122% af
kostnaðaráætlun.