Tvennir tónleikar í Populus tremula um helgina

Um helgina verða  haldnir tvennir tónleikar í Populus tremula í Gilinu á Akureyri. Laugardagskvöldið 30. maí kl. 21:00 er það hljómsveitin  The DeathMetal SuperSquad, frá Reykjavík, stígur á svið og flytur rólegt pönk með angurværu ívafi.  

Einnig koma fram, Tim Holehouse (breskur tónlistarmaður; allt frá þjóðlagatónlist til tilraunakenndrar noise-tónlistar), Buxnaskjónar (akureyskt pönkband) og Völva (nýstofnuð hljómsveit frá Akureyri - spilar svokallaðan doom-metal).

Sunnudagskvöldið 31. maí kl. 21:00 verða haldnir tónleikar í Populus tremula í samstarfi við KIMI records. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change. Bolir og plötur til sölu, hækkað í 11 og allir í fíling á AIM Festival! Húsið verður opnað kl. 20.30 bæði kvöldin og er aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.

Nýjast