Tveir teknir vegna fíkniefnaaksturs

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru stöðvaðir á Akureyri í gærkvöld grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrri var stöðvaður um kvöldmatarleytið í gærkvöld við bæjarmörkin en sá seinni um þrjú leytið í nótt innanbæjar. Lögreglan á Akureyri segir þetta óvenjulegt á mánudagskvöldi.

Nýjast