Tveir mánuðir skilorðsbundnir fyrir fíkniefnavörslu

Karlmaður hefur í Héraðsdómi norðurlands eystra verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslum sínum fíkniefni. Hann var ákærður fyrir að hafa þann 15. desember 2009 verið með í íbúð sinni á Akureyri 121,63 grömm af hassi, 3,13 grömm af kókaíni og verið með eina kannabisplöntu í ræktun, þegar lögreglan gerði leit í íbúðinni. Hann hefur áður komist í kast við lögin.

Nýjast