Tveir leikir í 1. deild karla í kvöld

Níunda umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með tveimur leikjum en þá mætast annars vegar Víkingur Ólafsvík og KA á Ólafsvíkurvelli og hins vegar Haukar og HK á Ásvöllum. Báðir leikirnir hefjast kl. 20:00.

Víkingur og KA eru á sömu slóðum í neðri hluta deildarinnar, KA hefur 10 stig í níunda sæti en Víkingur níu stig sæti neðar. Eftir röð tapleikja komst KA aftur á sigurbraut sl. helgi er liðið lagði Gróttu 1:0 á Akureyrarvelli og freista norðanmenn að halda sigurgöngunni áfram í kvöld.

Níunda umferðin klárast svo á morgun með fjórum leikjum.

Nýjast