Tveir eru í einangrun með Covid-19 á Norðurlandi eystra samkvæmt nýjum tölum á covid.is og eru einnig tveir í sóttkví. Þetta eru fyrstu smitin sem greinast á landsfjórðungnum frá því um mánaðarmótin nóvember/desember. Alls greindust fimm með veiruna í gær.
127 manns eru nú í einangrun á landinu öllu.