Tveir grunaðir um fíkniefnaakstur

Lögreglan á Akureyri handtók tvo ökumenn með rúmlega tveggja tíma millibili í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Báðir voru þeir að keyra á Drottningabrautinni þegar þeir voru stöðvaðir, sá fyrri um tvöleytið í nótt og sá seinni um hálf fímm í morgun. Þá fékk lögreglan einnig tilkynningu um þriðja fíkniefnaaksturinn í nótt en sá fannst ekki.

Nýjast