Tveir frá Þór í leikbann

Þrír leikmenn í Pepsi-deild karla voru í dag dæmdir í eins leiks keppnisbann af Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ. Tveir af þeim koma frá liði Þórs, þeir Ingi Freyr Hilmarsson og Jóhann Helgi Hannesson.

Þeir kumpánar verða þó með Þór sem tekur á móti Val í Pepsi-deildinni á morgun í níundu umferð deildarinnar en munu taka út bannið í tíundu umferðinni er Þór sækir Breiðablik heim.

Auk þeirra var Einar Orri Einarsson frá Keflavík dæmdur í eins leiks bann.

Nýjast