Tveir frá Akureyri í stjórn Bjartrar framtíðar

Nýr stjórnmálaflokkur, Björt framtíð, var formlega stofnaður í Reykjavík um helgina og stefnir hann á framboð til Alþingis í næstu kosningum. Forysta flokksins er skipuð tveimur formönnum, þeim Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni og Heiðu Kristínu Helgadóttur framkvæmdastjóra, og 40 manna stjórn. Í þeim hópi eru tveir Akureyringar, Preben Pétursson framkvæmdstjóri og Hlín Bolladóttir kennari. Bæði tengjast þau L-listanum á Akureyri, Hlín er m.a. bæjarfulltrúi og formaður samfélags- og mannréttindanefndar og Preben var kosningastjóri L-listans í síðustu kosningum, hann er varaformaður skólanefndar og eiginmaður Höllu Bjarkar Reynisdóttir bæjarfulltrúa L-listans.

Nýjast