TT mót Hjólreiðafélags Akureyrar er á morgun

Mynd úr safni/Ármann Hinrik.
Mynd úr safni/Ármann Hinrik.

Hjólreiðafélag Akureyrar (HFA) mun standa fyrir fyrsta hjólreiðamóti ársins núna á laugardaginn 6. maí. Þetta mót er svo kallað Time Trial eða TT mót og eru keppendum startað einum í einu og snýst keppninn um að hjóla sem hraðaðst frá afleggjaranum við Kjarnaskóg í gegn um Hrafnagil þar sem snúið verður við og til baka. Líklegt verður að teljast að hröðustu keppendurnir verði ekki mikið lengur en 18 mínútur að hjóla þessa vegalengd.

HFA lofar miklu stuði og mikið verði um að vera á Hrafnagili þar sem keppendur bruna í gegn og snúa við afleggjaran að Þverbrautinni.Heimamenn eru hvattir til að koma og fylgjast með en gert er ráð fyrir fyrstu keppendum inn á Hrafnagil kl. 10:20 og mótinu lokið kl. 12:00


Nýjast