Tryggvi Tryggvason ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá Saga Capital

Tryggvi Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárstýringar hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka og tekur hann til starfa þann 1. júní nk. Starfsmenn bankans eru 30. Tryggvi býr að 14 ára starfsreynslu úr fjármála- og bankageiranum en síðustu 10 árin hefur hann starfað hjá Landsbanka Íslands.  

Frá því í desember síðastliðnum starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landsvaka, rekstrarfélags verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans en þar áður var hann m.a. aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðasviðs bankans og framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg. Þá starfaði Tryggvi áður sem framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands og sem sjóðsstjóri hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka. Tryggvi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með mastersgráðu í fjármálum frá Háskólanum í Strathclyde í Glasgow. Hann er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum.

Saga Capital er sjálfstæður og óháður fjárfestingabanki sem veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar til fyrirtækja og fagfjárfesta. Höfuðstöðvar Saga Capital eru á Akureyri en bankinn rekur einnig starfsstöð í Skógarhlíð í Reykjavík.

Nýjast