Frá því í desember síðastliðnum starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landsvaka, rekstrarfélags verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans en þar áður var hann m.a. aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðasviðs bankans og framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg. Þá starfaði Tryggvi áður sem framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands og sem sjóðsstjóri hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka. Tryggvi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með mastersgráðu í fjármálum frá Háskólanum í Strathclyde í Glasgow. Hann er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum.
Saga Capital er sjálfstæður og óháður fjárfestingabanki sem veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar, útlána og verðbréfamiðlunar til fyrirtækja og fagfjárfesta. Höfuðstöðvar Saga Capital eru á Akureyri en bankinn rekur einnig starfsstöð í Skógarhlíð í Reykjavík.