Tríóið DJÄSS á tónleikaferðalagi

Tríóið DJÄSS
Tríóið DJÄSS

Tríóið DJÄSS er á tónleikaferðalagi um landið og  nú styttist í að við fáum notið  þess að hlusta á þá drengi í DJÄSS því  tónleikar verða í Minjasafninu á Akureyri föstudaginn 27.maí kl.17.00 og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sama dag kl.20.00.   DJÄSS hefur starfað frá árinu 2010, fyrstu 10 árin undir nafninu HotEskimos, en breyttu nafninu í DJÄSS fyrir tveimur árum. Tríóið hefur skapað sér nafn og sérstöðu á íslensku tónlistarsenunni meðskemmtilegum og frumlegum útsetningum á íslenskum rokk-, punk- og dægurlögum.

Árið2011 kom út platan "Songs from the top of the world" sem náði gífurlegum vinsældum og er enn að seljast. "We ride Polar Bears" kom út árið 2015 og var beint framhald af fyrri plötunni og hlaut einnigmjög góðar viðtökur, en þar mátti heyra auk þekktra íslenskra laga, tvö erlend lög og tvö frumsamin.

Á plötunni "DJÄSS" sem nýlega kom út er eingöngu frumsamið efni og fyrir hana var Karl Olgeirsson tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem höfundur ársins í flokknum jazz og blús. Á efnisskrá tónleikanna munu lög af seinustu plötu þeirra félaga verða nokkuð áberandi, en einnig hljóma lög af fyrri plötum sem og nýtt efni sem ekki hefur heyrst á tónleikum hjá þeim áður.  DJÄSS  skipa þeir Karl Olgeirsson píanó, Jón Rafnsson bassi, Kristinn Snær Agnarsson trommur.

Miðasala verður við innganginn

 


Athugasemdir

Nýjast