ÁK smíði ehf. átti næst lægsta boð, um 31 milljón króna, eða 91,5% af kostnaðaráætlun og Sigurgeir Svavarsson bauð rúmar 31,6 milljónir króna, eða 93,5% af kostnaðaráætlun. SS Byggir ehf. bauð rúmar 35,4 milljónir króna, B. Hreiðarsson ehf. bauð 44 milljónir króna og Virkni ehf. bauð rúmar 47,4 milljónir króna.
Þá bárust sjö tilboð í endurnýjun á þakköntum á Glerárskóla og voru fimm þeirra undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 6,5 milljónir króna. Árnes ehf. bauð lægst, eða um 4,3 milljónir króna, sem er rúmlega 65% af kostnaðaráætlun. Karólína ehf. bauð rúmar 4,9 milljónir króna og B. Hreiðarsson ehf. bauð rúmar 5,3 milljónir króna.