Tranc Atlantic býður upp á ferðir og miða á leik Íslands og Frakklands
Talsvert framboð er á beinu flugi til Parísar frá Akureyri á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum Evrópukeppni karla í knattspyrnu sem fram fer á sunnudaginn kemur þann 3. júlí. Eins og sagt var frá í gær mun Circle Air fljúga beint frá Akureyri og þá mun Trans Atlantic bjóða uppá ferðir bæði frá Akureyri og Reykjavík.
"Ekki þarf að hafa áhyggjur af miðakaupum á leikinn sjálfan því við reddum einnig miðum fyrir alla sem koma með okkur. Trans Atlantic hefur tryggt sér leiguflugvélar til að fljúga til Parísar, Paris-Le-Bourget Airport, að morgni keppnisdags klukkan 07:00 og er lent í París um tvö leytið. Flugið heim verður svo klukkan 03:00 aðfararnótt mánudags. Brottfarir frá Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli eru á sama tíma. Vakin er athygli á því að um er að ræða tvö flug þannig að flogið er beint frá Reykjavík til Parísar og sömuleiðis frá Akureyri til Parísar. Farþegar verða sjálfir að gera ráðstafanir vegna flutnings frá flugvelli á leikvanginn eða inn á Fan Zone þar sem upphitun fyrir leikinn á sér stað. Flugvöllurinn er staðsettur um 10 km frá leikvanginum og tekur það um 20 mínútur að keyra þangað með leigubíl eða rútu. Nú er bara að skella sér í treyjuna, hoppa til Parísar og verða hluti af BLÁA HAFINU. Við getum einnig útvegað miða á leikinn, verð er kr 340 EU-460EU. Stæði 1 kostar 460EU og stæði 2,3,4 340EU," segir í tilkynningu. Netfangið er info@transatlantic.is og heimasiðan www.transatlantic.is