Toppslagur í handboltanum í kvöld

Handboltalið Akureyrar hefur komið flestum á óvart með góðu gengi í N1-deildinni það sem af er tímabili en um liðna helgi vann liðið sinn þriðja leik í röð með því að leggja Víkinga í Reykjavík. Nú er svo komið að liðið situr í 2. - 3. sæti deildarinnar og mætir Völsurum sem eru í efsta sæti í sannkölluðum toppslag í Höllinni í kvöld kl.19:30.

Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari Akureyrar, er að vonum spenntur eins og sennilega allir leikmenn liðsins og áhangendur. „Valsliðið er sterkt, en það er allt hægt. Við vitum það best sjálfir hvað er hægt með réttu hugarfari og núna verðum við bara að halda áfram. Með áframhaldandi stuðningi frá áhorfendum þá er ég sannfærður um sigur í kvöld, sagði Stefán fullur tilhlökkunar.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast