Toppslagur á Þórsvelli í kvöld

Þór/KA og Valur mætast í toppslag í kvöld í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 18:30 á Þórsvelli í 13. umferð deildarinnar. Liðin eru í öðru og þriðja sæti, Valur hefur 28 stig en Þór/KA 22 stig. Valsstúlkur þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að missa ekki topplið Stjörnunnar of langt frá sér og að sama skapi dugir Þór/KA ekkert annað en þrjú stig í kvöld til að halda einhverju lífi í titilbaráttunni. 

 

Leikir kvöldsins í Pepsi-deildinni:

Þróttur-ÍBV 18:00 Valbjarnarvöllur

Þór/KA-Valur 18:30 Þórsvöllur

Breiðablik-Grindavík 19:15 Kópavogsvöllur

KR-Stjarnan 19:15 KR-völlur

Nýjast