Tónverk eftir Jón Hlöðver frumflutt í Skálholti
Íslenski flautukórinn mun frumflytja verkið Draumur Manúelu eftir Jón Hlöðver Áskelsson á sumartónleikum í Skálholti
laugardaginn 16. júli kl. 17.00. Verkið er samið fyrir 8 radda flautusveit og einleikara á flautu. Áshildur Haraldsdóttir er einleikari í mjög
vandasamri tónlist. Jón Hlöðver er löngu þjóðþekkt tónskáld og hefur samið mikinn fjölda tónverka, einkum fyrir
kóra, einsöng og leikhús.
Hann hefur hlotið starfslaun úr Tónskáldasjóði og verið valinn sem Bæjarllistamaður á Akureyri. Hann hefur alið sinn starfsaldur á Akureyri og hlaut í vor heiðursviðurkenningu Akureyrarbæjar fyrir sín miklu störf í þágu tónlistar á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem stórt tónverk eftir Jón Hlöðver er frumflutt í Skálholti.