Meðal hljómsveita sem spiluðu má nefna Robonia, Disturbing Boner og Earendel en flest böndin eru skipuð Akureyringum. Þorsteinn Marinó sá um skipulagningu hátíðarinnar en aðgangseyrir sem safnaðist verður nýttur til endurbóta á æfingaaðstöðu hljómsveita í Ungmenna-Húsinu. Ungmenna-Húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð ungs fólks á Akureyri sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir ungt fólk auk þess sem ýmsir hópar nýta sér aðstöðuna sem í boði er. Framundan er spennandi vetur þar sem reglulega verða haldnir tónleikar, stuttmynda- og ljósmyndanámskeið og video-kvöld svo fátt eitt sé nefnt. Ungmenna-Húsið er opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 16-22 og eru áhugasamir einstaklingar og/eða hópar hvattir til þess að kynna sér aðstöðuna.