TÓNLEIKAR MEÐ KARLAKÓRNUM MÄNNERSTIMMEN BASEL

Múnderíng karlakórsins er afar skemmtileg. Mynd: Brigitte Fässler, (akureyri.is)
Múnderíng karlakórsins er afar skemmtileg. Mynd: Brigitte Fässler, (akureyri.is)

 Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel verður með tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 20.00

„Hnébuxur, axlabönd og flauelsjakkar, kórbúningur karlakórsins Männerstimmen Basel, er skemmtilega gamaldags, en á sama tíma í hressilegri mótsögn við lífleglega framkomu ungu mannanna í kórnum. Kórmeðlimir eru á aldrinum 18-32 ára.  Þeir hafa heillað tónleikagesti og dómnefndir í heimalandi sínu, Sviss, sem og í mörgum öðrum löndum með flutningi sínum,“ segir í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.


Kórinn flytur afar fjölbreytta efnisskrá með kirkjulegri veraldlegri tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Á hverju ári pantar kórinn nýtt tónverk frá þekktum tónskáldum.

Þótt Männerstimmen Basel hafi aðeins starfað í 8 ár, liggja ræturnar í kórahefðinni í Basel. Margir meðlimar hafa starfað með öðrum kórum í Basel.  Kórinn var stofnaður af fyrrverandi kórfélögum í Drengjakór Basel (Knabenkantorei Basel) árið 2008. Síðan þá hefur kórinn sungið út um allt heimaland sitt, í Eistlandi, Lettlandi, Makdóníu, Írlandi, Slóveníu og Bandaríkjunum. Nú er kórinn á ferð um Færeyjar og Ísland.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en tekið verður við frjálsum framlögum í lok tónleika. 

Nánari upplýsingar á heimasíðu kórsins: http://www.maennerstimmen.ch

Nýjast