Víkurskarðið er enn lokað, þar er flutningarbíll fastur. Eins loka snjóflóð Ólafsfjarðarmúla, ófært er milli Akureyrar og Dalvíkur og eins milli Akureyrar og Grenivíkur og beðið er með mokstur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Austan Víkurskarðs er víða stórhríð og hálka. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum, Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxi.
Á Vesturlandi er snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku og snjóþekja og stórhríð á Holtavörðuheiði. Annars er víða hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Á Vestfjörðum er Ófært og beðið er með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði og á Kettshálsi og þungfært og skafrenningur í Ísafjarðardjúpi og á Kleifarheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Á Norðvesturlandi stórhríð og hálka við Gauksmýri, ófært og mokstur í gangi á Þverárfjalli. Þæfingsfærð og mokstur í gangi á Vatnsskarði, Þæfingsfærð og stórhríð er á milli Sauðárkróks og Hofsós og stórhríð og ófært á Siglufjarðarvegi. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Suðurlandi og Reykjanesi. Á Suðausturlandi er víða hálka.