Tryggingamiðstöðin og Íþróttafélagið Völsungur hafa undirritað samstarfssamning til eins árs og verður TM því einn helsti stuðningsaðili Völsungs á tímabilinu. TM mun jafnframt tryggja leikmenn karla- og kvennaliðs Völsungs í knattspyrnu og starfsfólk félagsins.
Tilgangur samstarfsins er að styðja við bakið á starfsemi Völsungs og um leið að auka viðskipti TM á markaðssvæði Völsungs og meðal stuðningsmanna félagsins. Völsungur hefur verið að ná góðum árangri, m.a. í knattspyrnu og innan raða félagsins er mikill metnaður til að gera enn betur.
Á móti stuðningi sínum fær TM auglýsingaskilti á knattspyrnuvellinum, í Íþróttahöllinni, á sundlaugarsvæði og þá verður merki/logo TM sýnilegt á heimasíðu Völsungs.
Auk þess að greiða ákveðna upphæð á samningstímanum, greiðir TM Völsungi 10% söluþóknun af þeim fyrsta árs iðgjöldum sem berast fyrir milligöngu eða vegna ábendinga frá félaginu. Það er því til mikils að vinna fyrir báða aðila og stuðningsmenn Völsungs geta þar vissulega lagt sitt af mörkum.
Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, svæðisstjóra TN á Norðurlandi og fyrrum vinstri útherja Völsungs, sem skrifaði undir samninginn ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur formanni Völsungs. JS