TM færir skíðasvæðinu í Hlíðar- fjalli 50 skíðahjálma að gjöf

Tryggingamiðstöðin færði nú fyrir stundu skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli 50 skíðahjálma að gjöf. Um er að ræða skíðahjálma fyrir börn, sem starfsfólk í fjallinu getur lánað börnum sem þangað koma á bretti eða skíði, endurgjaldslaust. Með þessu vill TM leggja sitt af mörkum til þess að auka öryggi yngstu kynslóðarinnar í skíðabrekkunum.  

Mikill fjöldi fólks er nú á skíðum og brettum í Hlíðarfjalli og er um 80% gesta aðkomufólk. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins áætlaði að fjöldinn sé um 1.000 manns. Hann sagði að um 1.200 manns hafi verið í Hlíðarfjalli í gær og hann á von á miklum fjölda fólks um helgina. Víða eru vetrarfrí í grunnskólum landsins og hafa margir foreldrar einnig tekið sér frí og haldið í skíðaferð til Akureyrar.

Nýjast