Mikill fjöldi fólks er nú á skíðum og brettum í Hlíðarfjalli og er um 80% gesta aðkomufólk. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins áætlaði að fjöldinn sé um 1.000 manns. Hann sagði að um 1.200 manns hafi verið í Hlíðarfjalli í gær og hann á von á miklum fjölda fólks um helgina. Víða eru vetrarfrí í grunnskólum landsins og hafa margir foreldrar einnig tekið sér frí og haldið í skíðaferð til Akureyrar.